Velkomin til messu í fyrramálið, annan jóladag, kl. 11. Mæðginin, Hrafn Tómasson og Sif Tulinius lesa ritningarlestrana. Karl Sigurbjörnsson prédikar. Njótum jólasálmanna og jólasögunnar. Auðmýkt hirðanna og örlæti vitringanna, fögnuður englanna, umhyggja Maríu og friður Jesú-barnsins, verði gjöf Guðs okkur og öllum mönnum til blessunar þessi jól og allar stundir. Gleðileg jól!
Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2016 kl. 23.38