Dómkirkjan

 

Við slökkviliðsmessu í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag verður rifjuð upp samfylgd slökkviliðs og Dómkirkjunnar, sem minnist 220 ára vígsluafmælis um þessar mundir. Fyrstu áratugina var skrúðhús kirkjunnar jafnframt slökkvistöð bæjarins. En ekki aðeins að við séum með þessu að horfa um öxl, þó það sé mikilvægt til að staðsetja sig, átta sig í samtíð sinni. Sérhver stund í helgidóminum er vonartákn og framtíðarsýn, til þeirrar framtíðar sem Drottinn Kristur heitir og gefur.
Við messuna munu slökkviliðsmenn, sjúkraflutningafólk og bráðaliðar lesa texta og Dómkórinn mun syngja svonefnd Vaktaravers. Vaktararnir voru forverar lögreglu og brunavarða og gengu um göturnar og sungu á hverjum heilum tíma eitt vers af þessum vaktaravísum, eða sálmi, til að láta vita að allt væri með felldu auk þess að tilkynna hvað tímanum liði. Til dæmis þetta:
Alfaðir að oss gái,
ungum og gömlum hér,
eitt virki um oss slái,
engla blessaður her!
Hann er staðarins hlíf,
geymi vor hús,
Guðs son Jesús,
góss, anda, sál og líf

Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2016 kl. 19.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS