Opna húsið hefst á fimmtudaginn kl. 13.30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a
Eftir sérlega gott sumar er vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast. Fermingarbörnin komu til messu um daginn og hittast þau næst núna á miðvikudaginn kl. 16 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Opna húsið hefst á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu kl. 13.30 þangað fáum við góða gesti og alltaf er gott með kaffinu. Haustferð Opna hússins verður farin fimmtudaginn 22. september.
Safnaðarstarfið mun á haustmánuðum mótast af því að hinn 30. október næst komandi eru 220 ár liðin frá því að Dómkirkjan var vígð. Í 220 ára sögu sinni hefur hún helgast af hljómum söngs og bæna,
Messur eru alla helgidaga kl. 11 og bænastundir á þriðjudögum kl. 12.10 og á þriðjudagskvöldum eru Bach tónleikar kl. 20-30-21.00. Kirkjunefnd kvenna, æskulýðsstarfið og prjónakvöldin verða auglýst síðar.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2016 kl. 11.46