Dómkirkjan

 

Æðruleysismessur 2016-2017

Það er eftirvænting í loftinu því nú eru Æðruleysismessur að fara af stað aftur. Eins og áður þá verðum við þriðja sunnudag í mánuði og byrjum af krafti núna á sunnudaginn, 18.09 2016 kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Messurnar einkennast af einföldu formi, miklum söng og virkri þátttöku safnaðarins í tali og tónum um leið og þær gefa innsýn í þá bataleið sem kennd er við 12- spor AA-samtakanna.
Leið sem hefur vísað milljónum manna og kvenna veginn til andlegrar uppbyggingar og betra lífs.
Sr. Karl leiðir stundina, Díana Ósk flytur hugleiðingu og Sr. Sveinn leiðir okkur í bæn.
Tökum kvöldið frá, dreifum upplýsingunum áfram og gefum öðrum tækifæri á að mæta.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2016 kl. 13.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS