Dómkirkjan

 

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík 24. júní kl 15:00-15:45

Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norður-löndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja Afró-ameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.

Stutt kynning
Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur stjórnað honum frá 1996. Með frá Uppsölum eru einnig Anders Bromander, sem píanisti og Karin Parkman, sem þverflautuspilari, en bæði eru þau velkunnug kórnum sem undirleikarar og Anders einnig sem tónskáld.
Heima fyrir syngur kórinn reglulega við messur, en tekur einnig þátt í flutningi stærri verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Efnisskráin inniheldur kirkjutónlist, stærri kórverk, norræna kórlyrik, en einnig gospel og djass. Nýlega hefur kórinn flutt Orff: Carmina Burana, G. F. Händel: Messiah, J. S. Bach: The Passion of St John, Y. Pontvik: Mångfaldsmässa (messa með innblástur af suðuramerískum töktum) og Duke Ellington: Sacred Concert (í samvinnu við Uppsala University Jazz Orchestra).

Peter Melin, kórstjóri
Fyrir utan Vindhemskórinn stjórnar Peter tveimur öðrum kórum “Vokalensemblen Uppslaget” og “Enköpings Kammarkör”. Vindhemskórinn og þessir kórar hafa stundum fært upp stærri verk í samvinnu.

Karin Parkman, þverflauta
Sóloflautuleikari, tónmenntakennari og kórstjóri.

Anders Bromander, píanó
Organisti, píanóleikari og tónskáld.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2016 kl. 16.37

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS