Messa kl. 11.00 sunnudaginn 17. apríl. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrverandi dómkirkjuprestur þjóna. Báðir þessir góðu klerkar eiga afmæli á sunnudaginn. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu hjá æskulýðsleiðtogunum okkar Ólafi Jóni og Sigga Jóni. Dómkórinn syngur og organisti er Douglas. Aðalsafnaðarfundur hefst að lokinni messu kl. 12.15 Æðruleysismessa kl. 20. Bæn og hugleiðsla, andi tólf sporanna og nærvera einkennir þessar góðu stundir. Grétar Örvars og Anna Sigríður Helgadóttir munu sjá um tónlistina að þessu sinni. Sr. Karl V. Matthíasson mun leiða stundina, Díana mun fara með hugleiðingu, Sr. Sveinn mun leiða okkur í bæn og við munum fá að heyra reynslusögu félaga. Tökum okkur frá úr hinum daglega amstri og gefum okkur hvíldarstund til að nærast.Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2016 kl. 15.11