Kyrrðardagur í Dómkirkjunni, laugardaginn12. mars 2016 8.30-15. Samfylgd með Jóhannesi postula, 1. Jóhannesarbréf Víkurkirkja, fyrirrennari Dómkirkjunnar í Reykjavík, var frá upphafi helguð Jóhannesi guðspjallamanni, postula kærleikans, eins og hann hefur einatt verið nefndur. Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn. Hér gefst tækifæri til að njóta kyrrðar og hvíldar í dag. Safnaðarheimilið allt er okkur til afnota.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2016 kl. 5.58