Dómkirkjan helgihald um bænadaga og páska
Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagar. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar.
24. mars. Skírdagur, Messa kl. 11. Ferming. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar.
Kl. 20. Messa á Skírdagskvöld. Sr Sveinn Valgeirsson prédikar. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afklætt.
25.mars. Föstudaginn langi. Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson.
27. mars Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr.Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson.
6. apríl. Annar í páskum. Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Vertu velkomin í Dómkirkjuna um bænadaga páska.
Laufey Böðvarsdóttir, 21/3 2016 kl. 14.09