Dómkirkjan

 

Samtal um trú hefst í Safnaðarheimilinu á öskudag.

Samtal um trú hefst í Safnaðarheimilinu á öskudag.
Á miðvikudagskvöldum um föstutímann, frá og með 10. febrúar, verður boðið til Samtals um trú í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Fjallað verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og um Biblíuna og Kóraninn. Samtalið, sem Karl biskup og sr. Sveinn Valgeirsson leiða, hefst með inngangserindi kl. 18.00 Boðið er upp á létta máltíð við vægu verði. Samverunni lýkur um kl. 21.00.
10. febr. Heimildagildi guðspjallanna KS
17. febr. Páll postuli KS
24. febr. Biblían og Kóraninn KS
2. mars Upphaf siðbótarinnar. Um 95 greinar Lúthers SV
9. mars Hversvegna helgihald? SV
Minni einnig á að laugardaginn, 12. mars verður kyrrðardagur í Safnaðarheimilinu, kl. 8.30 – 15, bæn og íhugun undir leiðsögn Karls Sigurbjörnssonar, biskups. Nánari upplýsingar og skráning 520-9700 og laufey@domkirkjan.is.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2016 kl. 14.34

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS