Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík eru föstudaginn 19. desember kl. 20:00.Efnisskráin er afar fjölbreytt og verður boðið upp á úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Leikin verða verk eftir W. A. Mozart, I. Clarke, A. Piazzolla, E. Dohnaniy, C. Saint-Saëns, G. F. Händel, J. Chr. Bach, L. Anderson og G. Gabrielli. Á tónleikunum munu hljóma blásarakvintettar, píanótríó, strengjatríó, sönglög og flautukór svo eitthvað sé nefnt en dagskráin tekur aðeins um klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir
Laufey Böðvarsdóttir, 18/12 2015 kl. 9.56