Helgihald í desember í Dómkirkjunni
Annan sunnudag í aðventu, 6. desember
Messa kl. 11:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn og Kári Þormar.
Barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00. Arndís Linn prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja.
Þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, barnastarf á kirkjuloftinu
Norsk messa kl. 14 séra Þorvaldur Víðisson prédikar.
18. desember
Jólamessa Menntaskólans í Reykjavík kl. 14:00, séra Hjálmar Jónsson.
Fjórða sunnudag í aðventu, 20. desember
Boðið er til Jólasöngva fjölskyldunnar kl. 11. Þar gefst tækifæri að syngja saman aðventu og jólasálma, rifja upp gamla og læra nýja. Á milli verða lesin ljóð og ritningartextar. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Barnastarf hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Æðruleysismessa kl. 20:00.
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Dönsk messa kl. 15 séra María Ágústsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur.
Aftansöngur kl. 18, séra Hjálmar Jónsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Miðnæturmessa kl. 23:30, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar
Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Annar dagur jóla, 26. desember
Messa kl. 11:00, Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar.
Sunnudagur milli jóla og nýárs, 27. desember
Messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson predikar.
Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar.
Nýársdagur, 1. janúar
Hátíðarmessa kl. 11:00, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
3. janúar
Messa kl. 11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur við messurnar og organisti er Kári Þormar.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2015 kl. 10.17