Messa kl.11 sunnudaginn 22. nóvember. Þess verður fagnað að lokið er viðgerð og málun kórs kirkjunnar sem Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar kostaði. Í þakklætisskyni býður sóknarnefndin í tertu í Safnaðarheimilinu eftir messu. Kirkjunefndarkonur munu lesa ritningarlestra. Karl Sigurbjörnsson biskup messar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2015 kl. 17.49