Dómkirkjan

 

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 2015

Tónlistardagar Dómkirkjunnar
verða settir með hátíðarmessu kl. 11:00, sunnudaginn 25. október.

28. október mun Dómkórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit, flytja stórvirkið, Messías eftir Händel, í Eldborgarsal Hörpu Einsöngvarar verða þau: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson baritón. Stjórnandi er Kári Þormar.

1. nóvember, sem er allraheilagra messa, mun Harmóníukórinn syngja við morgunmessuna kl. 11:00 undir stjórn Krisztina K. Szklenár. Síðdegis mun Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar og Kári Þormar, dómorganisti, flytja tónlistardagskrá í minningu látinna.

3.nóvember kl.20.30
Ólafur Elíasson, píanóleikari, leikur Bach
4. nóvember kl.20.00 verður svokölluð Sálmasyrpa í Dómkirkjunni
dagskrá þar sem áheyrendur verða flytjendur og syngja
sálma upp úr sálmbók þjóðkirkjunnar.

5. nóvember kl.20.00
Kórtónleikar – Kór Menntaskólans í Reykjavík

7. nóvember kl.15.30
Lítil saga úr orgelhúsi, fyrir börn á öllum aldri. Höfundur Michel Jón Clark. Flytjendur Guðný Einarsdóttir, organisti og Bergþór Pálsson söngvari sem jafnframt er sögumaður. (útgáfutónleikar)

8. nóvember, frá kl. 12:00-20:00.
Þrjátíu íslenskir organistar verða með maraþontónleika í Dómkirkjunni af tilefni 30 ára afmælis Dómkirkjuorgelsins.

9. nóvember kl. 20:00 verða orgeltónleikar Kára Þormar.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Tónlistardaganna, nema á Messías

Laufey Böðvarsdóttir, 19/10 2015 kl. 13.21

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS