Bach, bænastund og æskulýðsstarf á þriðjudegi.
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, Ásta okkar er með eitthvað gómsætt og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns.
Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2015 kl. 18.21