Dómkirkjan

 

Prjónakvöld í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a mánudagskvöldið 26. október kl. 19:00 Súpa og sætt með kaffinu.

Ágústa Þóra Jónsdóttir kemur og kynnir nýja ullarblöndu.
“Gústa” er nafnið á nýju handprjónafyrirtæki sem hefur þróað nýja ullarblöndu, “mjúkull”, sem gerir íslensku ullina mýkri og slitsterkari. Á sama tíma býður Gústa nýja íslenska prjónahönnun á karla, konur og börn ókeypis á netinu. Ágústa Þóra Jónsdóttir stendur fyrir Gústa en fyrirtækið heitir samt ekki í höfuðið á henni. Ágústa segir: “Gústa amma mín, sem ég er skýrð í eftir, kenndi mér að prjóna og var alltaf að prjóna, mest vettlinga og hosur. Hún var dásamleg kona og yndisleg amma og ég hitti hana á hverjum degi enda stutt úr skólanum og heim til hennar á Ísafirði. Gústa hefur verið mér fyrirmynd og veitt mér innblástur í gegnum tíðina. Núna þegar ég stofna prjónafyrirtæki, fannst mér það liggja beinast við að nefna það eftir henni.”
Sjá nánar á gusta.is,
Sjáumst á manudagskvöldið.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/10 2015 kl. 9.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS