Dómkirkjan

 

Sunnudagaskólinn byrjar sunnudaginn 6. september

Kæru foreldrar og forráðamenn!

Okkur langar að bjóða barn þitt/ykkar velkomið ásamt þér/ykkur í sunnudagaskólann.

Sunnudagaskóli Dómkirkjunnar er alla* sunnudaga frá og með 6. september 2015 til 24. apríl 2016. Stundin hefst kl. 11 á kirkjuloftinu. Samveran byggist á söngvum, bænum, Biblíusögum, leikjum og leikritum og lýkur kl. 12:00. Undir lok samverunnar fá börnin djús og kex og mynd til að lita auk lítils glaðnings. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er breytt út af venju og boðið uppá skemmtilegt föndur í stað hefðbundinnar samveru.

Við hvetjum þig/ykkur að láta sunnudagaskólann ekki fram hjá ykkur fara. Öll börn eru velkomin en samverurnar miðast við aldurshópinn 3 ára – 8 ára.

Hægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar um sunnudagaskólann í síma 520-9700 (sími Dómkirkjunnar). Þú/þið getið líka nálgast þær á http://www.domkirkjan.is/sunnudagaskoli/. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda línu á domkirkjan@domkirkjan.is

*Sunnudagaskólinn fer í frí kringum jól og páska.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2015 kl. 21.10

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS