Stutt pílagrímsganga fyrir messuna í fyrramálið!!!
Pílagrímsmessa og barnastarf sunnudaginn 6. september kl. 11
Pílagrímamessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 6. sept. kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Pétur Pétursson les bæn í messubyrjun, Karólína Hulda Guðmundsdóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvik lesa ritningarlestrana.
Sunnudagsskólinn vetrarins byrjar, barnastarfið er á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Fyrir messuna verður boðið upp á stutta pílagrímagöngu um nágrennið. Lagt verður af stað frá Landakotskirkju kl. 10. Gengið verður um Hofsvallagötu-Ásvallagötu-Hólavallagarð og til Dómkirkjunnar. Íhugunarefni á göngunni verður líf mannsins frá vöggu til grafar.
Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2015 kl. 13.01