Dómkirkjan

 

Séra Sveinn er með erindi í Neskirkju á morgun, fimmtudag frá klukkan 18-20.

Á morgun 24. september í Neskirkju
„Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblían: Texti og túlkun. Kristin trú byggir á ritningum.

HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?
UM KRISTNA TRÚ Í SÖGU OG SAMTÍÐ
Hvernig varð kristin trú til? Hver er Jesús, þessi sögulega persóna sem allt hverfist um og var tekinn af lífi í Jerúsalem? Hvernig stóð á því að hann varð Kristur í trúarjátningum kristninnar? Hvernig þróaðist kristin trú þegar horft er til trúarlegra athafna, skipulags og helgihalds? Hvernig var sambandi háttað við önnur samfélög á þeim slóðum þar sem kristin trú breiddist út? Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum og hvað einkennir hana? Hvernig á kristin trú að vera?
Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14.Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2015 kl. 20.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS