Ljómandi góð messa og stutt pílagrímsganga.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson þjónaði fyrir altari. Messunni var útvarpað það má hlusta á hana á Sarpnum. http://www.ruv.is/…/r…/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20150906
Stutt pílagrímsganga var fyrir messu, gengið var frá Landakoti og komið við í Hólavallakirkjugarði, séra Elínborg leiddi gönguna, íhugunarefni á göngunni var líf mannsins frá vöggu til grafar. Nú er sunnudagaskólinn byrjaður og erum við lánsöm að Ólafur Jón og Sigurður Jón verða með hann í vetur.
Minni á haustferðina fimmtudaginn 24. september, þá verður farið í Strandakirkju. Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju 898-9703 eða laufey@domkirkjan.is
Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2015 kl. 16.14