Dómkirkjan

 

Bæna-og kyrrðarstund, Ungdóm og Bach á þriðjudegi.

IMG_3565

IMG_3569

IMG_3580
í dag, þriðjudager bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, súpa og kaffi í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Klukkan 19:30-21:00 er Ungdóm í safnaðarheimilinu, skemmtilegt unglingastarf í umsjón Ólafs Jóns og Sigurður Jóns. Minni líka á að Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn í Dómkirkjunni frá kl. 20:30-21:00 öll þriðjudagskvöld. Ókeypis aðgangur.
Hér koma nokkrar myndir frá kyrrðardegi Dómkirkjunnar sem var sl. laugardag. Kyrrðardagur er hvíldardagur, þar sem færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn. Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiddi kyrrðardaginn og voru þátttakendur alsælir með daginn og héldu heim glaðir og endurnærðir.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2015 kl. 9.04

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS