Í hádeginu í dag er kyrrðar og bænastund í Dómkirkjunni. Hún hefst með orgelleik kl. tólf og lýkur um hálf eitt. Að henn lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Fyrirbænarefnum má koma til prestanna eða kirkjuvarðar. Mörgum finnst dýrmætt að verja hádegishléinu á þennan hátt, til íhugunar og endurnæringar á líkama og sál. Guð heyrir hverja bæn, sér og skilur allt, því hann hefur verið þar sem þú ert og þekkir tárin þín, áhyggjur, vonbrigði og efa, og kærleika þinn, von og gleði. Veik trú er líka trú, sem Guð blessar.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015 kl. 8.38