Dómkirkjan

 

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í gær, en þá vígði Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti djáknakandídat og tvo guðfræðikandídata.

Hrafnhildur Eyþórsdóttir var vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12, í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn í Kjalarnessprófastsdæmi.

Mag. theol. Jóhanna Gísladóttir var vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar: Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtsprestakalli, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari.
_KRI9589 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2015 kl. 10.26

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS