Sunnudaginn 30. ágúst sem er 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.
Einnig er messa í Kolaportinu á sunnudaginn kl. 14.00 séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leika og syngja. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2015 kl. 14.04