Dómkirkjan

 

Strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Dómkirkjunni mánudaginn 17. ágúst klukkan 20:00.

Eftirlætis barokk
spiccato_domkirkjan-1

Flutt verður vinsæl tónlist frá barokk tímabilinu meðal annars
Handel – „Harmonious Blacksmith“ og „Arrival of the Queen of Sheba“,
Vivaldi – Konsert fyrir tvær fiðlur í a-moll og Konsert fyrir tvær fiðlur og selló í d-moll,
Bach – Konsert fyrir þrjár fiðlur.

Bach konsertinn hefur sjaldan verið fluttur á Íslandi en tveir af félögum Spiccato hljómsveitarinnar tóku þátt í sembalflutningi hans í Skálholti fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Upphaflega skrifaði Bach konsertinn fyrir þrjár fiðlur og hĺjómsveit en þær nótur glötuðust. Martin umskrifaði konsertinn fyrir upprunanleg hljóðfæri út frá sembal útgáfunni. Blacksmith var útsetti fyrir fimmtán árum síðan á meðan Martin beið eftir vorinu. Heimþráin greip hann sem oft áður á þessum tíma og honum varð hugsað til verksins sem faðir hans spilaði og söng af mikilli innlifun.

Strengjasveitina Spiccato skipa:
Ágústa María Jónsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir,
Hlíf Sigurjónsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Kathryn Harrison,
Maria Weiss, Martin Frewer, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Páll Hannesson,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2015 kl. 13.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS