Þriðjudagarnir eru góðir dagar, í hádeginu á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni. Það er gott að koma í þessa fallegu kirkju og njóta kyrrðar, bæna og fallegrar tónlistar. Síðan er farið í Safnaðarheimilið og borðað saman. Á morgun er það Ásta okkar sem matreiðir eitthvað gómsætt. Um kvöldið er síðan tilvalið að koma aftur í kirkjuna og hlusta þar á Ólaf Elíasson leika tónlist Bach á flygilinn. Sjáumst á morgun.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/7 2015 kl. 16.13