Það er lífleg vika framundan hjá okkur í Dómkirkjunni.
Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Hugleiðing, bænir og falleg tónlist. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Gestakokkur morgundagsins er Katrín okkar, það verður eitthvað gómsætt sem hún framreiðir.
Á miðvikudaginn kl. 12:15 eru tónleikar í hádeginu
Söngvar um ástina og lífið.
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanó. Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.
Sunnudaginn 2. ágúst er messa kl. 11:00 og þá prédikar og þjónar fyrir altari Karl Sigurbjörnsson, biskup. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/7 2015 kl. 10.23