Dómkirkjan

 

Söngvar um ástina og lífið

Tónleikar , miðvikudaginn 29.júlí kl. 12:15

Söngvar um ástina og lífið
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-sópran og
Sólborg Valdimarsdóttir píanó
Á efnisskránni eru íslenskar og norrænar söngperlur, fjórir tregasöngvar eftir Hreiðar Inga ásamt aríum eftir Bizet og Saint-Saens.

Elfa Dröfn Stefánsdóttir stundaði nám í Glasgow við The Royal Conservatoire of Scotland þaðan sem hún lauk mastersgráðu frá óperudeild skólans sumarið 2014.
Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir leiðsögn Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa Dröfn söng nokkur óperuhlutverk á námstímanum og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tilefni.
Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg kennt á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014. Miðaverð 1500 kr / 10 evrur

Songs of love and life. Concert 29 July
Elfa Dröfn Stefánsdóttir mezzo-soprano and Sólborg Valdimarsdóttir piano
A classical program including icelandic and scandinavian songs and perhaps an aria or two.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/7 2015 kl. 10.04

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS