Það verða 3 messur á sunnudaginn í Dómkirkjunni, kl. 11 prédikar séra Hjálmar Jónsson, Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Kl. 14 er norsk messa þar sem 17. maí er þjóðhátíðardagur norðmanna. Séra Hjálmar prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 20 er æðruleysismessa, vitnisburður frá góðum félaga, prédikun og bænir. Tónlistin skipar sem fyrr veglegan sess. Æðruleysismessurnar fela ávallt í sér orð Guðs, kærleiksríka nærveru og nærandi frásögn einstaklings um eigið líf. Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2015 kl. 21.05