Nú er sumarið komið yfir sæinn og líflegt í miðbænum
Nú er bara að skella sér í bæinn og koma í 11 messuna.
Vorferðin verður farin á fimmtudaginn til Vestmannaeyja.
Búið er að opna Landeyjarhöfn ;-)
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is Skráningu lýkur á morgun, mánudag.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2015 kl. 9.09