Dómkirkjan

 

Ólafur Elíasson leikur á flygilinn í kvöld.

Það er ljúft að njóta Bachs á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00.
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:

Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015 kl. 15.13

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS