Dómkirkjan

 

Altarið fegrað

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar fagnar 85 ára afmæli í ár. Af því tilefni ákváðu nefndarkonur að safna og gefa fé til fegrunar altaris Dómkirkjunnar. Ákveðið var að gefa gyllingu á silfrið á altarinu, altarisklæði sem og bólstrun og klæði á gráturnar. KKD konum barst síðan öflugur liðsmaður sem gaf gyllinguna. Þess má geta að fyrir sextíu árum, á 25 ára afmæli félagsins gáfu þær þetta fagra gullhúðaða silfurverk eftir Halldór Kristinsson, gullsmíðameistara, sem hann vann á árunum 1956-1958. Ásmundur Kristjánsson og Þorbergur Halldórsson, gullsmiðir, eiga heiðurinn af vinnunni við nýju gyllinguna og Egill bólstraði þetta fyrir okkur af mikilli vandvirkni. Við þökkum þessum góðu handverksmönnum kærlega fyrir.
Kirkjunefndarkonum og honum sem gaf gyllinguna þökkum við af alhug þá alúð og umhyggju, sem gjöfin birtir fyrir Dómkirkjunni okkar fögru.DSC_0186IMG_1101IMG_1106IMG_1093IMG_1134IMG_1145

Laufey Böðvarsdóttir, 16/2 2015 kl. 7.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS