Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 14. desember verða haldnir aðventutónleikar í Dómkirkjunni kl 16.00. Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir, messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja eftirlætistónlist sem tengist jólum og aðventu.

Trió 141214

 

Eftirvænting eftir komu jólanna er eitthvað fæst okkar vaxa upp úr.  Þegar tilhlökkunin nær hámarki birtast okkur ljóslifandi minningar um jólaanda liðinna tíma sem fylla hug og hjarta. Þetta eigum við ekki síst jólalögunum að þakka sem mynda ramma utan um hefðirnar sem við höldum í heiðri og tengja okkur um leið við fortíðina.  Á dagskránni eru bæði gamalkunnug og minna þekkt íslensk jólalög, þar á meðal söngvar eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem jafnan sýnir okkur tilveruna í nýju ljósi, jafnvel spaugilegu, sem á líka við um jólaundibúninginn og jólasiðina. Einnig hljómar tónlist eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Hlöðver Ásgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs og Gunnar Þórðarson. Af erlendum tónskáldum má nefna Benjamin Britten og Max Reger.

 

 

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2014 kl. 14.42

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS