Það verður fróðlegt að hlusta á Heimi Björn Janusarson segja frá Hólavallakirkjugarði í Opna húsinu á morgun. Heimir er skruðgarðyrkjufræðingur og nemur safnafræði við Háskóla Íslands. Kaffi og gómsætt með kaffinu að hætti Ólafar. Opna húsið er frá 13:30-15:30. Á sunnudaginn er messa kl 11, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu er fræðsla fyrir fermingarbörnin í safnaðarheimilinu. Æðruleysismessa er kl. 20. á sunnudagskvöldið. Á mánudagskvöldið kl. 19 er prjónakvöld í safnaðarheimilnu, þar verður gestur okkar frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2014 kl. 18.00