Dómkirkjan

 

Ungdóm í kvöld kl. 19:30 – 21:00

Nú er mikil gróska í Ungdóm-starfinu. Síðustu tvo þriðjudaga hafa ca. 20 unglingar mætt og það er mikið fjör í þeim glaða hópi. Tvær stúlkur sem fermdust síðast liðið vor létu sjá sig og ætla að halda áfram í vetur. Það er mikið gleðiefni og vonumst við til að sjá fleiri fyrrverandi fermingarbörn á þriðjudögum.

Í kvöld  verður Actionary-kvöld í Ungdóm. Samveran byrjar kl. 19:30, skipt verður í nokkur lið sem keppa sín á milli hvert þeirra sé best í að leika orð og uppgötva þau. Leikurinn er mjög líkur pictionary en í staðinn fyrir að teikna orð verður að leika það.

Í  kvöld rennur út skráningarfrestur fyrir Landsmót 2014. Þeir sem ætla að skrá sig þurfa að skila leyfisbréfi og 6000 kr. staðfestingargjaldi. Við stefnum á að fara með stóran hóp á mótið en það er alls engin skylda að fara. Nánari upplýsingar og leyfisbréf hér!

Við munum standa fyrir fjáröflun og þeir sem það vilja geta safnað fyrir öllu mótsgjaldinu.

Kær kveðja,

Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2014 kl. 14.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS