Dómkirkjan

 

Töfrandi tónleikar á menningarnótt: Guðrún Árný ásamt Kristjáni Grétarssyni, Birgi Steini og Árna Friðbers kl. 19. Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir kl. 21.

 Tónleikar kl. 19 á menningarnótt
  •  Guðrún Árný syngur og leikur á píanó eigin lög og lög eftir bróður sinn Hilmar Karlsson í bland við þekkt dægurlög. Með henni eru Kristján Grétarsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á bassa og Árni Friðberg Helgason á slagverk. Hugljúfir og notalegir tónleikar.

Tónleikar kl. 21 á menningarnótt.
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari kanna víðilendur kabarettsins og óperunnar á einu og sama kvöldinu. Á fyrri hluta tónleikanna verður dreypt á gylltum veigum óperubókmenntanna en á síðari hlutanum dembum við okkur með höfuðið á undan í söngleikja og kabarettheiminn. Flutt verða verk eftir Mozart, Puccini, Dvorak, Schönberg, Bolcom og Sondheim. Búast má við leynigestum!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2014 kl. 16.45

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS