Helgi Skúli Kjartansson fræddi gesti prjónakvöldsins um liðna tíð.
Það var skemmtilegt að fá Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing til okkar á prjónakvöldið, hann fræddi okkur um gömlu Reykjavík m.a. gamla kirkjugarðinn við Aðalstræti, ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða hvíli þar. Mikil saga og fróðleg og var gaman að fara aftur í tímann eina kvöldstund og gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið hér í Kvosinni á liðnum öldum.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/5 2014 kl. 15.07