Dómkirkjan

 

Dómkórinn á páskadagsmorgni. Kórfélagar kampakátir með stjórnanda sínum Kára Þormar. Dómkórinn syngur líka í dag, 21. apríl við messuna kl 11. Sr. Anna Sigríður prédikar og þjónar fyrir altari.

IMG_0743

Í dag,  21. apríl er messa kl. 11 séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Dómkórinn í Reykjavík var stofnaður árið 1978 af Marteini H. Friðrikssyni sem stjórnaði honum þar til hann lést í ársbyrjun 2010. Þá um sumarið tók núverandi dómorganisti, Kári Þormar, við kórnum. Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Í kórnum syngja um fjörutíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra útlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn í tilefni af Tónlistardögum Dómkirkjunnar sem haldnir hafa verið á hverju hausti frá árinu 1982. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna og má þar nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2014 kl. 22.08

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS