Dómkirkjan

 

KKD fundur kl. 17 í dag og Ungdóm samvera kl. 19:30

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í dag kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Það er ótrúlegt hvað þessi hópur hefur áorkað í gegnum tíðina en um leið sannað hvað er hægt með samvinnu, dugnaði og kærleika. Hér koma myndir sem teknar voru á 80 ára afmæli félagsins.

80 ára afmæli KKD 00980 ára afmæli KKD 003

Frá Óla Jóni og Sigga Jóni:

Í kvöld verður Ungdóm-samveran með öðru sniði en venjulega. Við ætlum að horfa saman á bíómynd og gæti samveran því lengst í annan endan að fram til 21:30. Við erum með þrjár skemmtilegar bíómyndir (The Prince of Egypt/Despicable Me/Argo) í huga en þeir sem koma tímanlega fá að hjálpa okkur að velja myndina sem horft verður á. Boðið verður upp á popp og eitthvað svalandi að drekka með. Vonumst til að sjá sem flesta :)

Kær kveðja

Óli Jón og Siggi Jón

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2014 kl. 13.36

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS