Góð vika framundan
Í kvöld, mánudagskvöld ætlar Ungdóm hópurinn að fara í Laser-tag kl. 20 að Salavegi 2, Kópavogi. Herlegheitin fara fram á þar til gerðum velli í kjallara hússins (sama hús og Nettó, nálægt Lindakirkju) og er gegnið inn að norðanverðu. Öll börnin eru hvött til að mæta í fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í. Spilaðir verða tveir leikir og kostar það allt í allt 1500 kr. á mann. Reiknað er með því að dagskrá verði lokið um kl. 21. Mikilvægt er að mæta tímanlega kl. 19:55! Mæting í Kópavog, sniðugt er að sameina í bíla.
Á morgun, þriðjudag er bænastund í hádeginu sem séra Anna Sigríður leiðir og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Á fimmtudaginn er bingó í opna húsinu sem Ástbjörn okkar stjórnar og góðar kaffiveitingar.
Á sunnudaginn er messa þar sem séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Séra Hjálmar kemur aftur til starfa um miðjan mánuðinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2014 kl. 11.14