Dómkirkjan

 

Barnastarf kirkjunnar

Barnastarf kirkjunnar er útrétt hönd til þeirra foreldra og uppalenda sem vilja að börn þeirra fræðist um Jesú, um bæn og um okkar kristna trúararf. Í Dómkirkjunni er barnastarf á hverjum sunnudagsmorgni og hefst kl. 11 árdegis. Börnin koma í kirkjuna og taka þátt í upphafi messu en fara síðan í fylgd fræðara upp á kirkjuloftið þar sem þau eiga sína samveru, sögur, söng og leiki. Tveir ungir menn, Ólafur Jón Magnússon og Sigurður Jón Sveinsson annast barnastarfið af mikilli prýði. Það er ljóst að þeim tækifærum fækkar þar sem börn fá til að kynnast trú og kirkju. Barnastarf kirkjunnar er mikilvægt svar við því.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2014 kl. 14.04

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS