Messur um jólin
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Kl. 15:00 dönsk messa sr. María Ágústsdóttir og Berþór Pálsson syngur, organisti Kári Þormar.
kl. 18.00 Aftansöngur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn, organisti Kári Þormar. Ásgeir H. Steingrímsson og Sveinn Birgisson leika á trompet. Dómkórinn byrjar að syngja hálftíma fyrir athöfn.
kl. 23:30 miðnæturmessa sr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn syngja, stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. Organisti Kári Þormar.
Jóladagur 25.desember
kl. 11:00 hátíðarmessa biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Margrét Hannesdóttir syngur Hátíðartón sr. Bjarna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.
Annar dagur jóla 26. desember
kl. 11:00 sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn, organisti er Kári Þormar.
Bílastæðin hjá Alþingishúsinu verða opin þessa hátíðardaga.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2013 kl. 9.54