Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík, miðvikudagskvöldið 18. desember kl. 20, frítt inn.
Tónlistarskólinn í Reykjavík býður til tónleika í Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. desember klukkan 20:00. Nemendur Tónlistarskólans munu leika fjölbreytta og hátíðlega efnisskrá, fram koma meðal annars strengjasveit skólans, klarínettukór, flautukór og brass sveit. Vilvaldi verður í lykilhlutverki á tónleikunum og leikin verður meðal annars fagottkonsert RV 495 eftir Vivaldi á bassaklarínett og Conserto Grosso í d-moll fyrir strengjasveit. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2013 kl. 15.00