Dómkirkjan

 

Samkirkjuleg guðsþjónusta og æðruleysismessa

Næsta sunnudag er guðsþjónusta í umsjá  samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Prestar eru sr. Sveinn Valgeirsson og sr. María Ágústsdóttir. Prédikari er Helgi Guðnason, aðstoðarforstöðumaður Fíladelfíu. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Dómkórnum leiða söng. Lesarar koma frá Samstarfnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi, sem annast undirbúning alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar hér á landi. Efni vikunnar kemur að þessu sinni frá Indlandi og sérstaklega er fjallað um kjör Dalíta. Yfirskriftin er: Hvers væntir Guð af okkur? (sbr. Míka 6.6-8)

Lesarar: Guðrún Halla Benjamínsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Högni Valsson, Friðrik Schram, Eric Guðmundsson ,Christine Attensperger og  Guðrún Anastsía Finnbogadóttir.

Kl. 20 er æðruleysismessa, sr. Karl V. Mattthíasson prédikar en ásamt honum þjóna sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Bryndís Valbjarnardóttir. Bræðrabandið sér um tónlistina.

Ástbjörn Egilsson, 15/1 2013 kl. 15.06

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS