Dómkirkjan

 

Messur um jól

Helgihald í Dómkirkjunni er með hefðbundnum hætti um jól og áramót. Á aðfangadag 24. desember er dönsk messa kl. 15.00. Þar messar sr. Þórhallur Heimisson og Kári Þormar leikur á orgelið. Bergþór Pálsson syngur einsöng.

Kl. 18.00 er aftansöngur sem er að venju útvarpað. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars sem einnig leikur á orgelið. Einsöng í messunni syngur Gissur Páll, en einnig leika tveir trompetleikarar.

Kl. 23.30 er kvöldmessa þar sem biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organisti er Kári Þormar.

Á Jóladag er messa kl. 11 sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og sr. Hjálmar jónsson þjónar fyrir altari.

Á annan dag jóla er einnig messa kl. 11. sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Tvö börn verða borin til skírnar. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn syngur.

Ástbjörn Egilsson, 21/12 2011 kl. 8.55

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS