Dómkirkjan

 

TÓNLISTARDAGAR HEFJAST

Sunnudaginn 13. nóvember heldur Kammerkór Dómkirkjunnar tónleika á upphafsdegi Tónlistardaga Dómkirkjunnar.  Á efnisskrá eru m.a. verkin Jesu , meine Freude eftir Bach, Ave Maria eftir Rachmaninoff, Ave maris stella eftir Trond Kverno.  Þá verða einnig verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Huga Guðmundsson og Jakob Hallgrímsson.

Kammerkór Dómkirkjunnar samanstendur af 20 tónlistarmenntuðum söngvurum.

Stjórnandi kórsins er Kári Þormar.  Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og miðaverð er 1.500kr.

Tónlistardagarnir hafa verið fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga á haustdögum allt frá árinu 1982, en Dómkórinn hefur haft veg og vanda af skipulagningu og rekstri þeirra.

Í ár verða   6 viðburðir á „Tónlistardögum Dómkirkjunnar”. Þar má telja tónleika Kammerkórs Dómkirkjunnar,  orgeltónleika Kjartans Sigurjónssonar sem leikur Gotnesku svítuna eftir Böellmann og Fantasíu og fúgu eftir Bach. Orgeltónleikar dómorganista sem leikur verk eftir F. Liszt ,en í dag eru 200 ár frá fæðingu hans, og verk eftir Högna Egilsson.

Aðalviðburður Tónlistardaganna verða kórtónleikar Dómkórsins í Neskirkju. Þar verður frumflutt messa eftir Egil Gunnarsson, fyrir kór og hljómsveit, en það hefur verið  áralöng hefð hjá Dómkórnum að panta tónverk eftir íslensk tónskáld.

Ástbjörn Egilsson, 10/11 2011 kl. 13.30

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS