Dómkirkjan

 

Sunnudagur 9.janúar

Sunnudaginn 9.janúar er messað kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sú venja hefur skapast kjá félögum í Rebekkustúkunni Sigríði IOOF, að koma til kirkju þennan sunnudag kirkjuársins. Þær munu að venju flytja ritningartexta dagsins. Við fögnum komu þeirra.

Í messunni verður frumfluttur nýr sálmur. Páll Ragnar Pálsson tónskáld hefur samið lag við texta sr. Hjálmars Jónssonar. Tui Hirv eiginkona Páls Ragnars  mun syngja sálminn sem sr, Hjálmar hefur nefnt “Við skírnarfontinn” en Tui sem er frá Eistlandi var einmitt skírð í Dómkirkjunni sl. vor.

Ástbjörn Egilsson, 7/1 2011 kl. 9.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS