Tónleikar
Sunnudagskvöldið 19.12. kl. 21 mun nýstofnaður Kammerkór Dómkirkjunnar halda jólatónleika í Dómkirkjunni. Tilvalið að setjast niður eftir jólainnkaup dagsins í miðbænum og hlýða á hugljúfan kórsöng. Á efnisskrá eru m.a. verkin Jesu, meine Freude eftir Bach og O magnum mysterium eftir Morten Lauridsen ásamt öðrum jólalögum eftir íslensk og erlend tónskáld.
Stjórnandi kórsins er Kári Þormar.
Aðgangur ókeypis.
Ástbjörn Egilsson, 17/12 2010 kl. 9.12