Séra Eva Björk Valdimarsdóttir skipuð prestur í Dómkirkjunni. Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fimm umsækjendur sóttu um embættið sem veitist frá 1. nóvember nk. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Dómkirkjan býður séra Evu Björk velkomna til starfa og Guðs blessunar í starfi.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/10 2017 kl. 15.58