Kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, sunnudaginn 28. maí kl.11
Á sunnudaginn, 28. maí kl. 11, er kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, en hann hefur þjónað Dómkirkjunni farsællega síðan 2001. Mikil og falleg tónlist: Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Systurnar Herdís og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Ragnhildur Gisladóttir og Margrét Hannesdóttir syngja einsöng. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, einsöngvari Árni Geir Sigurbjörnsson. Ávarp form.sóknarnefndar Marinó Þorsteinsson. Samvera og veitingar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hlökkum til að sjá ykkur.
Það var gleðidagur í Dómkirkjunni í gær, falleg messa þar sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra flutti góða hugleiðingu og séra Hjálmar þjónaði. Lestrana lásu Ástbjörn Egilsson og Jóhannes Kristjánsson. Björn Ingi tók margar góðar myndir frá þessum degi og þær má skoða á slóðinni: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282993/
Laufey Böðvarsdóttir, 26/5 2017 kl. 11.29