Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra flytur hugleiðingu dagsins við messu á uppstigningardag kl. 11.00 og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn syngur og sænski kórinn, Katarina Kammarkör. Organisti Kári Þormar. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Á sunnudaginn, 28. maí kl. 11, er kveðjumessa séra Hjálmars Jónssonar, en hann hefur þjónað Dómkirkjunni farsællega síðan 2001. Mikil og falleg tónlist: Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Systurnar Herdís og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompet. Ragnhildur Gisladóttir og Margrét Hannesdóttir syngja einsöng. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, einsöngvari Árni Geir Sigurbjörnsson. Samvera og veitingar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2017 kl. 8.09